Foreldrarölt í september ~ Bekkjartenglar

27.8.2010

Þá er starf foreldrafélagsins að fara í gang að loknu sumarfríi. Nýir og gamlir fulltrúar hittust á Súfistanum þriðjudagskvöldið 24.ágúst þar sem skipað var í ráð og nefndir. Hér að neðan má sjá hvernig skipanin er þetta skólaár.

{nl}

Búið er að raða niður hvenær hver og einn bekkur á að sjá um foreldraröltið á föstudagskvöldum í vetur. En í september sjá eftirfarandi bekkir um röltið:

{nl}
    {nl}
  • 3. sept: 2. HF - Undraheimar {nl}
  • 10. sept: 10. RLS - Jarðheimar {nl}
  • 17. sept: 7. GH - Óðinsheimar {nl}
  • 24. sept: 9. SER - Tunglheimar
{nl}

Það er hlutverk bekkjartengla að fá foreldra úr  viðkomandi bekk til að fara á röltið. En fulltrúi foreldrafélagsins mun hafa samband við bekkjartenglana þegar nær líður þeirra dagsetningu til að minna á foreldraröltið.

{nl}

Á námsbókakynningunum verða kennarar með eyðublað þar sem skrá á bekkjartengla fyrir þetta skólaár og þar sem dagsetningar fyrir foreldraröltið koma fram. Það er kjörið tækifæri að gerast bekkjartengill til að kynnast skólastarfinu betur og stuðla að auknum samskiptum heimilis og skóla.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is