Tannverndarvika

29.1.2010

Fyrsta vika febrúarmánaðar ár hvert er helguð tannvernd. Áhersla er lögð á mikilvægi góðrar tannheilsu og í ár beinum við sérstakri athygli að börnunum. Mikilvægt er að börn og unglingar tileinki sér heilbrigðar og góðar venjur og grunnskólinn gegnir mikilvægu hlutverki í tannvernd barna með:

{nl}

 

{nl}

·         skýrri stefnu innan grunnskólans um hollustu í mat og drykk, sem neytt er á skólatíma, sem er öflug tannvernd

{nl}

·         að samstarf heilsugæslu og skóla sé gott, m.a. um að dreifa í gegnum Mentor upplýsingum til foreldra eða forráðamanna  sex og tólf ára barna um ókeypis tanneftirlit  

{nl}

·         því að skólahjúkrunarfræðingar um allt land annast samræmda 6H-heilsunnar fræðslu um tannhirðu og tannvernd. Skólaárið 2008-2009 fengu t.d. 91% nemenda í 1. bekk, 91% nemenda í 4. bekk og 80% nemenda í 7. bekk á höfuðborgarsvæðinu fræðslu um tannvernd, hollar neysluvenjur, munnhirðu og gagnsemi flúors.

{nl}

·         Því að tannfræðingar á vegum Lýðheilsustöðvar annast fræðslu í ákveðnum árgöngum.  

{nl}

·         með reglubundinni flúorskolun nemenda í 1., 7. og 10. bekk, í samstarfi við heilsugæsluna. Flúrskolun er í boði í tæplega 90% grunnskólum landsins og þátttaka nemenda í flúorskolun á höfuðborgarsvæðinu var yfir 95% á síðasta skólaári.

{nl}

 

{nl}

Í tilefni tannverndarviku væri vel við hæfi að gefa tönnunum og tannvernd sérstakan gaum, t.d. með því að huga að neysluvenjum, s.s. að drekka einungis vatn alla vikuna og huga sérstakalega að hollu


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is