Útileikjadagur - sveigjanlegt skólastarf

8.9.2009

Á morgun, miðvikudaginn 09.09.09 er útileikjadagur í Áslandsskóla og sveigjanlegt skólastarf eins og getið er um á skóladagatali.  Nemendur verða því í skólanum frá kl. 8.10-12.10 á morgun.

Nemendur í 1.-5. bekk verða í dagskrá á Ásvöllum en mæta engu að síður í skólann á tilsettum tíma.
Nemendur í 6.-10. bekk verða í dagskrá við skólann og nánasta umhverfi og mæta á tilsettum tíma í skólann.

Heilsdagsskólinn opnar kl. 12.10 um leið og dagskrá lýkur.
Nemendur sem alla jafna eiga ekki dvöl í heilsdagsskóla geta verið þar fram að þeim tíma sem þau ættu að ljúka skóla á venjulegum miðvikudegi.



Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is