SAFT UNGMENNARÁÐ

18.5.2009

SAFT UNGMENNARÁÐ

{nl}


Hvað er ungmennaráð?

{nl}

·         Ungmennaráðið samanstendur af krökkum á aldrinum 12-18 ára sem koma alls staðar að af landinu.

{nl}

·         Ráðið mun aðstoða við uppfærslu á heimasíðu SAFT, Facebook og Myspace síðum verkefnisins. Ráðið mun einnig vinna hugmyndir um hvernig eigi að kenna ánægjulega og örugga netnotkun í skólum landsins, koma að hönnun kennsluefnis, er ráðgefandi um hönnun og framkvæmd herferða, sinnir jafningjafræðslu og halda erindi á foreldrafundum.

{nl}

·         Allir sem eru í ráðinu hafa áhuga á netinu og öllum þeim möguleikum sem það hefur upp á að bjóða og geta unnið með öðrum í því að gera netið að öruggari stað fyrir okkur öll. Það þýðir samt ekki að þú þurfir að kunna allt sem viðkemur tölvum – þú þarft bara að hafa skoðun á málinu!

{nl}

 

{nl}

Hvernig vinnur ungmennaráðið?

{nl}

·         Ungmennaráðið hittist einu sinni á ári þar sem við skoðum nýjustu tækni, ræðum málin og borðum góðan mat. Ef þú verður valin/nn þá mun SAFT greiða ferðakostnað og gistingu fyrir þig og foreldri eða forráðamann á fundarstað og einnig allt það skemmtilega sem við munum gera á meðan á fundinum stendur. Ráðið mun einnig halda fjarfundi fjórum sinnum á ári, þá með aðstoð tölvutækninnar.

{nl}


Hvernig sæki ég um?

{nl}

·         Þú þarft að fylla út eyðublað sem má finna undir Ungmennaráð á www.saft.is og senda til okkar á saft@saft.is. Við förum í gegnum umsóknina þína og sendum þér svar um hæl. Við reynum að móta ungmennaráð sem gefur góða mynd af samsetningu ungmenna á Íslandi og því er ekki sjálfgefið að allir sem hafa áhuga geti orðið fyrir valinu.

{nl}

 

{nl}

Ef þú verður valin?

{nl}

·         Ef þú verður valin/nn þá munum við senda þér tölvupóst með upplýsingum um ráðið og hvenær næsti fundur verður haldinn. Passaðu að skrifa netfangið þitt rétt á umsóknina!

{nl}

 

{nl}

P.S. Í tilefni af stofnun ungmennaráðs efnir SAFT til samkeppni um logo ungmennaráðs. Hugmyndum má skila inn rafrænt á saft@saft.is fyrir 22. maí. Úrslit verða tilkynnt 29. maí.

{nl}

Þetta er svo auðvelt!


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is