Aðalfundur foreldrafélagsins miðvikudaginn 29. apríl

29.4.2009

Foreldrafélag Áslandsskóla boðar til

AÐALFUNDAR

miðvikudaginn 29. apríl kl. 20:00 á sal skólans

Dagskrá:

.       Erindi:  Skólaráð - Leifur S. Garðarsson skólastjóri
.       Skýrsla foreldraráðs
.       Skýrsla fráfarandi stjórnar
.       Endurskoðaðir ársreikningar
.       Tillögur um breytingar á lögum félagsins
.       Kosning í stjórn foreldrafélags, skólaráð og nefndir
.       Önnur mál

Fundarstjóri: Pétur Óskarsson

Fundurinn er opinn foreldrum allra barna í Áslandsskóla, sem og foreldrum barna sem hefja nám við skólann á haustönn 2009. Þeir foreldrar sem ekki sjá sér fært að mæta á fundinn en vilja hafa áhrif á starfsemi fundarins eru beðnir að senda skriflegt umboð með staðgenglum.

Foreldrafélagið er vettvangur foreldra sem vilja vinna með kennurum og starfsfólki Áslandsskóla að því að gera skólann að vettvangi þar sem börnunum okkar líður vel og finnst gaman að vera. Mætum öll og tökum þátt.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is