Skólafærninámskeið - fyrri hluti þriðjudagskvöldið 27. maí

28.5.2008

Í því skyni að leggja grunn að góðri samvinnu og ánægjulegu 10 ára samstarfi heimila og skóla ætla foreldrafélag og starfsfólk Áslandsskóla að standa fyrir námskeiði fyrir foreldra og forráðamenn barna sem hefja nám í 1. bekk nú í haust. Námskeiðið kallast SKÓLAFÆRNI og er foreldrum og forráðamönnum að kostnaðarlausu. Fyrri hluti námskeiðsins verður haldinn þriðjudaginn 27. maí og síðari hluti námskeiðsins verður haldinn á haustdögum. Námskeiðið hefst klukkan 18:00 báða dagana og lýkur stundvíslega klukkan 21:00. Boðið verður upp á léttan málsverð bæði kvöldin.

Dagskrá námskeiðsins er fjölbreytt og í höndum margra, bæði starfsmanna skólans, fulltrúa foreldra og gestafyrirlesara. Gert er ráð fyrir þátttöku beggja foreldra eða forráðamanna á námskeiðinu. Ömmur og afar, frænkur og frændur eða aðrir þeir sem standa barninu nálægt eru einnig boðin velkomin.

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is