Foreldradagur

28.5.2008

Foreldradagur er í Áslandsskóla þriðjudaginn 3. júní næstkomandi. Þann dag koma forráðamenn með nemendum til viðtals hjá umsjónarkennara. Eins verða aðrir starfsmenn tiltækir til viðtals ef óskað er eftir.
Sérstök lausn verður á viðtölum í 9. bekk þar sem umsjónarkennarar þar verða í ferð sem leiðbeinendur á vegum Dropans, styrktarfélags sykursjúkra barna.

Heilsdagsskólinn verður opinn á foreldradeginum og er það síðasti dagurinn sem opið er þar. Þeir sem hafa hug á að hafa börnin sín þar eru beðnir að snúa sér til skrifstofu skólans eigi síðar en 29. maí.

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is