TÁP OG FJÖR

4.3.2008

Táp og fjör
Menningardagar í Áslandsskóla

Ágætu forráðamenn,

Dagana 3. - 5. mars (næsta vika) eru menningardagar í Áslandsskóla Þá er skólastarfið brotið upp á margvíslegan hátt. TÁP OG FJÖR er þema menningardagana að þessu sinni. Nemendum er skipt í hópa og vinna þeir að ýmsum verkefnum og fara í ferðir. Þessa daga verður ekki kennsla í leikfimi, sundi né lotum og skóladagur stendur yfir frá 8.10-13.10.
Þeir nemendur sem eiga dvöl í Tröllaheimum fara þangað. Þeir nemendur sem að öllu jöfnu eru ekki í Tröllaheimum geta fengið að fara þangað þar til þeirra skóladegi ætti að ljúka óski forráðamenn eftir því. Þeir eru beðnir að hafa samband við skrifstofu skólans föstudaginn 29. febrúar.

Þessa þrjá daga þurfa nemendur í 1. -7. bekk ekki að vera með skólatösku, heldur litla tösku eða bakpoka. Í töskunni eiga að vera litir, skæri, lím og nesti, allt vel merkt.
Nemendur í unglingadeild verða að mestu íþróttaklæddir, nánar frá umsjónarkennurum.

Fimmtudaginn 6. mars er opið hús í Áslandsskóla en þá er sýning á afrakstri menningadagana og á vinnu nemenda í vetur. Einnig verður tombóla hjá 1. bekk og kaffihús á vegum 10. bekkja. Sýningin er opin frá 12:00 til 17:00. Uppákomur verða á sal skólans og kemur nánari dagskrá í næstu viku.
Þennan dag er sveigjanlegt skólastarf og munu umsjónarkennarar heimsenda upplýsingar um mætingu og skólatíma nemenda sinna þann daginn.
Nemendur verða með atriði á sal en eftir það fara þeir nemendur sem eiga dvöl í Tröllaheimum þangað, en aðrir eru á ábyrgð forráðamanna.
Tröllaheimar verða opnir frá 8:00 til 17:00 þennan dag og eru forráðamenn beðnir að staðfesta skráningu á dvalartíma nemenda við skrifstofu skólans í síðasta lagi þriðjudaginn 4. mars.

Við hlökkum til að sjá sem flesta á sýningardaginn, bæði til að njóta þess sem boðið verður uppá og gæða sér á kræsingum á kaffihúsi unglinganna.

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is