Flott sameiginleg morgunstund í morgun

2.3.2008

Nemendur Áslandsskóla sýndu allar sínar fínustu kúnstir á sameiginlegri morgunstund í morgun.

Dagskráin hófst á því að Nikulás Dóri og Ísabella Mist úr Ýmisheimum og Birta Karen og Sigurður úr Hetjuheimum kveiktu á kertunum fjórum.

Því næst sungu Ýmisheimar lagið Its snowing.

Flautuhópur úr 2. bekk undir stjórn Díönu Ívarsdóttur lék síðan Buxur, vesti, brók og skór og hlaut að launum dynjandi lófatak.

Stúlkur úr Tunglheimum sýndu leikrit um tryggð og traust og loks sýndu stúlkur úr Undraheimum myndband sem kallast - Kurteisi kostar ekkert.

Leifur S. Garðarsson skólastjóri kallaði síðan á svið nemendur úr 6. bekk sem stóðu sig frábærlega á handknattleiksmóti á dögunum og hlutu Ljósheimar og Tunglheimar bláan fugl að launum.

Nemendur sem stóðu sig frábærlega í Skólahreysti voru síðan kallaðir upp ásamt fulltrúum annarra bekkja í unglingadeild og hlutu allir bekkir deildarinnar bláan fugl fyrir flotta frammistöðu í keppninni og fyrir góðan stuðning á pöllunum.

Háttvísasti bekkurinn var valinn 9-SER Dulheimar en bekkurinn stóð sig til að mynda framúrskarandi vel við móttöku og utanhald heimsóknar danskra nemenda á dögunum.

Að lokum var farið með skólaheitið og skólasöngurinn sungin.

Flott frammistaða í morgun krakkar.

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is