Samgöngur við Ásland 3

15.9.2007

Heil og sæl

Gerður hefur verið samanburður á skólagöngu nemenda sem sækja eiga Áslandsskóla úr Áslandi 3 og Áslandi 1.
Samanburðurinn var gerður að ósk skólastjóra þar sem skoða þyrfti skólaakstur ef ganga nemenda úr Áslandi 3 yrði mun erfiðari en nemenda úr Áslandi 1.


• Ásland III 59 m fer í 93 m (34 metra klif) og svo niður brekku í 83 m ( 10 m niður) og öfugt heim..... 10 m upp og 34 metra niður.

• Ásland I fer úr 33 m í 83 metra (50 metra klif) og síðan öfugt heim..... 50 metra niður.

Úttektin sýnir því að nemendur Áslandsskóla með búsetu í Áslandi 3 ættu ekki að vera í vandræðum með að ganga í skólann.
Verið er að laga göngustíg við Þrastarás sem tengir saman Áslands 2 og Ásland 3 og verður hann malbikaður á næstu dögum.

Kveðja
Leifur S. Garðarsson
Skólastjóri

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is