Foreldrar

24.8.2007

Fyrsti fundur Foreldrafélagsins ,skólaárið 2007 -2008, var í kvöld og langar mig að hvetja alla til kynna sér fundargerðir og fylgjast þannig með starfinu. Ég ræddi við Leif í morgun varðandi Tröllheima ( Heilsdagsskólann). Auglýst var um helgina eftir skólaliða og vonandi kemur eitthvað út úr því. Það er spurning um að ráða einn starfsmann (skólaliða) og þá er hægt að koma öllum börnum í 3. og 4. bekk sem bíða nú eftir plássi að. Nota tækifærið og ítreka það að flestar stöður bekkjarfulltrúa í Áslandsskóla eru lausar og gaman væri ef einhver gæfi kost á sér í það af einskærum áhuga. Bestu kveðjur frá Hrafnhildi formanni Foreldrafélagsins.

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is