Tíu starfsmenn hlupu í Reykjavíkurmaraþoni

20.8.2007

Það voru tíu starfsmenn Áslandsskóla sem tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis um síðustu helgi. Einn hljóp hálft maraþon, sjö starfsmenn hlupu 10 km og tveir hlupu 3 km skemmtiskokk. Starfsmennirnir hlupu allir í bolum merktum skólanum.


Skólastjórinn, Leifur S. Garðarsson, var einn þeirra sem hljóp 10 km en hann ákvað í vor að skólinn skyldi standa straum af kostnaði hlaupara við hlaupið. Það hvatti fólk til æfinga og síðar keppni.


Stefnt er að því að fjölga þátttakendum frá skólanum enn frekar að ári og eru æfingar þegar hafnar.

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is