Störf skólaárið 2007-2008

8.4.2007

Áslandsskóli leitar eftir starfsfólki í eftirtalin störf:

 Almenn kennsla á miðstigi
 Íþróttakennsla
 Textílmennt
 Skólaliði

Áslandsskóli er heildstæður grunnskóli í Áslandshverfi í Hafnarfirði.

Skólinn er í glæsilegu húsnæði og vel búinn í alla staði.
Skólastefnan byggir á fjórum hornstoðum menntunar. Þ.e. að rækta sammannlegar dygðir, efla hnattrænan skilning, þjónustu við samfélagið og að gera allt framúrskarandi vel.

Í Áslandsskóla er lögð aukin áhersla á lífsleikni og tungumálanám og eru vikulegar morgunstundir hluti af slíkri fræðslu.
Skólaheiti skólans er: Ég heiti því að koma fram við aðra eins og ég vil að aðrir komi fram við mig. Ég vil leggja mig fram um að bera virðingu fyrir sjálfri/sjálfum mér og öðrum.
Unnið er með SMT skólafærni og hefur sú vinna hjálpað við að efla góðan skólabrag enn frekar.

Við skólann starfar metnaðargjarn, framsækinn og samhentur hópur starfsfólks sem hefur með góðri samvinnu og jákvæðu hugarfari búið til öflugan skóla, í samstarfi við kraftmikinn nemendahóp.
Nánar um skólann á www.aslandsskoli.is

Allar nánari upplýsingar veita skólastjóri, Leifur S. Garðarsson, leifur@aslandsskoli.is og aðstoðarskólastjóri, Unnur Elfa Guðmundsdóttir, ueg@aslandsskoli.is og í síma 585 4600.

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is