Innritun nemenda í fyrsta bekk 2007-2008

20.3.2007

Innritun nemenda í fyrsta bekk (f. 2001) fer fram í grunnskólum Hafnarfjarðar 27.-30. mars nk. kl. 9:00 – 16:00.

Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast á milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Hafnarfjörð fyrir næsta skólaár. Innritunin fer fram í grunnskólunum og einnig er hægt að nálgast eyðublöð á heimasíðum skólanna.

Áslandsskóli
s. 585 4600
aslandsskoli@aslandsskoli.is

Í Hraunvallaskóla verða nemendur í 1.-8. bekk næsta skólaár.

Sérstök athygli er vakin á því að umsóknarfrestur um heimild til að stunda nám í sjálfstætt reknum skólum eða grunnskólum annarra sveitarfélaga á næsta skólaári er til 10. apríl og skulu umsóknir berast Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 31 á eyðublöðum sem fást þar eða í þjónustuveri Hafnarfjarðar, Strandgötu 6.

Einnig er hægt að sækja um rafrænt á www. hafnarfjordur.is

Sérhver umsókn gildir fyrir eitt skólaár í senn.

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is