ÁSLANDSSKÓLI SIGRAÐI Í SKÓLAHREYSTI

11.2.2007

Áslandsskóli sigraði í undankeppninni í Skólahreysti í Smáranum í kvöld.

Þau Hafdís, Heiðdís Anna, Benedikt og Aron komu, sáu og sigruðu.

Áslandsskóli hlaut 70 stig, 12 stigum meira en Hvaleyrarskóli sem varð annar.
Alls tóku þrettán grunnskólar úr Hafnarfirði, Reykjanesi og Garðabæ þátt í þessum riðli keppninnar og aðeins einn þeirra, Áslandsskóli, kemst í úrslitakeppnina í Laugardalshöll. Sú keppni verður milli 10 skóla sem komist hafa áfram úr undanriðlum og verður haldin 17. eða 24. apríl.

Fjöldi nemenda skólans nýtti sér fríar rútuferðir frá skólanum og á lof skilið fyrir dyggan stuðning. Þau stóðu sig frábærlega á pöllunum og í rútuferðunum til og frá Smáranum.

Skólinn mun að sjálfsögðu standa fyrir fríum rútuferðum í Laugardalshöll í úrslitakeppnina þegar að þar að kemur.

Til hamingju krakkar - þið eruð frábær.

Leifur S. Garðarsson
Skólastjóri

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is