SKÓLAFATNAÐUR

25.8.2006

Fyrirkomulag skólafatnaðar í Áslandsskóla skólaárið 2006-2007 verður með eftirfarandi hætti. Flíspeysur koma frá Cintamani og eru tilbúnar til mátunar og afgreiðslu en verða þó ekki afhentar fyrr en allt er komið í hús. Buxur og bolir koma frá Henson en vegna seinkunar í flutningum verða þeir ekki tilbúnir fyrr en um mánaðamótin ágúst – september.

Mátunardagar verða miðvikudaginn 30. ágúst frá kl. 15:00 – 17:00 og fimmtudaginn 31. ágúst frá kl. 15:00 – 17:00.
Það er kunnara en frá þurfi að segja að allir verða auðvitað að mæta til mátunar og pöntunar.

Við mátun fær viðkomandi pöntunarseðil. Þar er hægt að reikna út heildarverð. Pöntunarseðillinn fer síðan í möppu sem varðveitt er í skólanum.
Fyrir afhendingu þarf síðan að vera búið að leggja inn heildarupphæð á reikning 1101 – 05 – 417218 kennitala 631002-2930 í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Nafn nemanda eða kennitala hans þarf að koma fram sem skýring greiðslu. Einnig er hægt að staðgreiða við mátun – athugið að við tökum ekki debet- eða kreditkort.
Við afhendingu fatnaðar á síðan að framvísa greiðslukvittun. Föt eru aldrei afhent nema búið sé að greiða fyrir þau.
Flíspeysur eru afhentar strax við mátun en buxur og bolir um mánaðamótin ágúst – september. Nánar þegar nær dregur.

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is