Ný setustofa á unglingagangi í boði foreldrafélagsins

18.11.2021

Helgina 20-21. nóvember komu fulltrúar Foreldrafélags Áslandsskóla færandi hendi og gáfu nýja "setustofu" á unglingaganginn.

Gefin voru ný húsgögn og veggskreytingar, öll uppsetning og frágangur til fyrirmyndar af hálfu foreldrafélagsins.

Þetta var mjög kærkomin gjöf sem gaf unglingadeildarganginum nýtt útlit.  Nemendur höfðu á orði að nú væri gangurinn orðinn notalegur staður til að vera á.

Í framahaldi var rætt um umgengni við nemendur og gott væri að foreldrar myndu leggja okkur lið í þeirri umræðu heima fyrir.

Við þökkum foreldrafélaginu kærlega fyrir þessa góðu gjöf.Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is