Nýtt jólalag með tengingar í Áslandsskóla

3.12.2020

Nýjasta jólalagið heitir Ein á jóladagskvöld og tengist okkur hér í Áslandsskóla.
Birgitta Haukdal og Þórólfur Guðnason syngja en lagið er eftir Leif Geir Hafsteinsson sem er faðir tveggja nemenda okkar. Lagið var frumflutt á Bylgjunni kl. 10:30 í morgun.

Í laginu er fjögurra barna kór þar sem nemendur okkar, Kristján Steinn sonur Leifs og Brynhildur Ívarsdóttir bekkjarsystir hans í Ægisheimum(3.BB) bera uppi sönginn.

Hildur Svava Leifsdóttir sem er nemandi í 8. bekk er síðan í bakraddakór fullorðna fólksins.

Skemmtilegt jólalag með írsku ívafi.

Lagið finnið þið hér:
https://www.visir.is/k/508ff639-817d-4f28-afc6-afe15f0dcd28-1606994798840


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is