Perlað af krafti

Þjónusta við samfélagið

22.2.2023

Stuðningsfélagið Kraftur hefur það að leiðarljósi að aðstoða og styðja ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Helsta fjáröflunarleið Krafts er sala perluarmbanda með áletruninni "Lífið er núna" Armböndin eru eingöngu framleidd af sjálfboðaliðum. Þetta er í þriðja sinn sem nemendur Áslandsskóla perla með Krafti á Öskudag en þetta er skemmtilegt verkefni þar sem nemendur koma saman og perla armbönd til styrktar félaginu. Fulltrúar frá Krafti mættu á staðinn með efni í armböndin og leiðbeindu nemendum.
Afrakstur nemenda er hægt að kaupa og með því styrkja Kraft. Armbandið kostar 2900,-kr.
Einnig er gaman að segja frá því að á síðasta Öskudag perluðu nemendur í unglingadeild armbönd fyrir samtals 1.310.000 kr.





Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is