Piparkökumálun á skólatíma í boði Foreldrafélags Áslandsskóla

9.12.2020

Foreldrafélag Áslandsskóla býður nemendum í öllum árgöngum upp á piparkökumálun á skólatíma, síðustu vikuna fyrir jólaleyfi. 

Hver bekkur/árgangur mun finna hentugan tíma í vikunni og málar piparkökur í sinni heimastofu í sínu hólfi.

Nemendur eru hvattir til að klæðast einhverju jólalegu, jólapeysu, jólahúfu eða einhverju slíku þessa síðustu viku fyrir jólaleyfi.

Kunnum við foreldrafélagi skólans bestu þakkir fyrir þetta framlag og hlýjan hug.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is