Rafrænt starf í Ásnum

4.11.2020

Lokað verður í félagsmiðstöðinni Ásnum á meðan þessar sóttvarnaraðgerðir eru í gildi.
Við ætlum því að bjóða upp á rafrænt starf fyrir 8. -10. bekk.
Notast verður við Instagram og einnig rás sem kallast Discord en það forrit gerir okkur kleift að "hitta" krakkana og spjalla við þau. Þannig getum við haldið úti ýmsum skemmtilegum dagskrárliðum.

Starfsmenn Ássins eru nú að læra inn á þennan rafræna heim og mun notkun á Discord vonandi fara af stað sem allra fyrst.
Við erum alltaf mjög virk á Instagram og geta krakkarnir alltaf leitað til okkar ef þau vilja spjalla eða taka þátt í skemmtilegum rafrænum dagskráliðum.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is