Síðasta skólavika fyrir jól

Nemendur okkar hafa staðið sig frábærlega

10.12.2020

SKIPULAG
Skipulag síðustu skólavikunnar fyrir jólaleyfi er nú tilbúið. Vissulega eru nokkrir þættir sem verða öðruvísi fyrir þessi jól eins og gefur að skilja. Má þar nefna að helgileikur fellur niður, ekki verður dansað kringum jólatré á jólaböllum og jólasöngstundin fellur niður. En það eru skrýtnir tímar og því skipulagið síbreytilegt og öðruvísi. Nemendur okkar hafa staðið sig frábærlega í einu öllu, sýnt mikla aðlögunarhæfni og samviskusemi og fyrir það vil ég að hrósa.

Skipulag vikunnar 14.-18. desember er í grófum dráttum svona:

MÁNUDAGUR 14.12.2020
Hefðbundinn skóladagur. Tímasetningar þær sömu og undanfarið.

ÞRIÐJUDAGUR 15.12.2020
Hefðbundinn skóladagur. Tímasetningar þær sömu og undanfarið.

MIÐVIKUDAGUR 16.12.2020
Hefðbundinn skóladagur. Tímasetningar þær sömu og undanfarið.

FIMMTUDAGUR 17.12.2020
Hefðbundinn skóladagur. Tímasetningar þær sömu og undanfarið.
Stofujól hjá nemendum í 8.-10. bekk skólans frá kl. 17.00-19.00

FÖSTUDAGUR 18.12.2020
Stofujól hjá nemendum í 1.-7. bekk skólans frá kl. 8.30-10.30.
Þeir nemendur sem eiga skráða dvöl í Tröllaheimum halda þangað að stofujólum loknum. 
Athygli er vakin á því að skrá þarf börnin sérstaklega þennan dag í Tröllaheimum.




Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is