Sigur í Stóru upplestrarkeppninni 2023

Karen Hrönn Guðjónsdóttir nemandi í 7. LÖG Áslandsskóla bar sigur úr býtum í Stóru upplestrarkeppninni í Hafnarfirði 2023 sem haldin var í Víðistaðakirkju þann 21. mars.

22.3.2023

Karen Hrönn Guðjónsdóttir og Agnes Sigríður Magnúsdóttir báðar úr 7.LÖG kepptu fyrir hönd Áslandsskóla í Stóru upplestrarkeppninni í Hafnarfirði og stóðu sig með stakri prýði við lestur og framkomu.

Það fór svo að Karen Hrönn stóð uppi sem sigurvegari keppninnar í ár og óskum við henni innilega til hamingju með þennan frábæra árangur. Keppendur byrjuðu á að lesa texta úr bókinni Blokkin á heimsenda. Ljóðskáld keppninnar var Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og flutti Karen ljóðið Heilsaðu einkum eftir hann. Að lokum fluttu keppendur ljóð að eigin vali og fór Karen Hrönn með ljóðið Haust eftir Davíð Stefánsson.


Við höldum áfram að safna í landsliðið í upplestri og þökkum öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við kennslu, æfingar og utanumhald.

Þess má geta að nemendur í 4.bekk fluttu talkór í upphafi keppninnar. Það tókst einstaklega vel og þau voru frábærir fulltrúar skólans.
Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is