Skólaslit 1.-9. bekkur

Ekki er mælt með því að foreldrar fjölmenni

22.5.2020

Skólaslit Áslandsskóla nemenda í 1.-9. bekk fyrir skólaárið 2019-2020 verða þriðjudaginn 9. júní.

Nemendur mæta í heimastofu og ganga þaðan á sal skólans.
Þar segir skólastjóri nokkur orð og í kjölfarið fá nemendur vitnisburð afhentan í heimastofu.

Ekki er mælt með því að foreldrar fjölmenni á skólaslit að þessu sinni vegna aðstæðna í þjóðfélaginu og tilmæla frá yfirvöldum. Ég vil biðja foreldra/forráðamenn að virða það.

Tímasetningar verða sem hér segir:

Kl. 8.30

1. og 2. bekkur

Kl. 9.00

3. og 4. bekkur

Kl. 9.30

5. – 7. bekkur

Kl. 10.00

8. og 9. bekkur


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is