Skólastarf á nýju ári

16.12.2020

Nú styttist í jólaleyfi í grunnskólum Hafnarfjarðar.

Með þessum jólapósti viljum við þakka samstarf, skilning, hvatningu og hrós á haustönn um leið og við viljum kynna það skipulag sem tekur við byrjun janúar.

Eins og staðan er höfum við ekki fengið að vita hvort, og þá hverjar, breytingar verði á reglum um skólastarf um áramótin. Núverandi reglugerð gildir til 31. desember 2020.

Skólastjórnendur í grunnskólum Hafnarfjarðar hafa fengið þau tilmæli frá Mennta- og lýðheilsusviði sveitarfélagsins að undirbúa breytingar sem miða að aukningu á kennslu í 5.-10. bekk frá áramótum á meðan skóla- og frístundastarf í 1.-4. bekk verður óbreytt frá því sem nú er. Matarþjónusta og starfsemi félagsmiðstöðva haldast óbreytt.

Undanfarið hafa að jafnaði verið 4 kennslustundir í skóla í 5.-10. bekk en þær munu verða a.m.k. 5 á dag að jafnaði, eða 25 á viku alls, í þessum árgöngum eftir áramótin.

Nemendur í 5.-7. bekk Áslandsskóla verða því aðeins lengur í skólanum dag hvern á meðan nemendur í 8.-10. bekk munu mæta fyrr í skólann en þau hafa gert undanfarið.
Nánari tímasetningar munu berast áður en skólastarf hefst á nýju ári.

Mánudaginn 4. janúar 2021 er skipulagsdagur í Áslandsskóla.
Nemendur mæta til starfa þriðjudaginn 5. janúar 2021.

Auk þessa munu bætast íþróttir bætast inn í skólastarf nemenda í miðdeild, 5.-7. bekk.

Valgreinar í 8.-10. bekk er ekki hægt að hefja enn sem komið er. Þá hefur Tækniskólinn tilkynnt okkur að hann muni ekki vera með valgrein sína fyrir nemendur í 10. bekk sem stóð til að yrði í vetur. Stefnt er að því að halda ofangreindu fyrirkomulagi, ef þess verður nokkur kostur, uns takmörkunum á skólastarfi verður aflétt að fullu og hægt verður að fara í hefðbundið og fullt skólastarf.

Við væntum þess að jóla og áramót verði ykkur öllum ánægjuleg.

Við vonumst eftir framhaldi á góðu samstarfi heimila og skóla á nýju ári. Samstarfi við að búa áfram til skólastarf sem svari þörfum nemenda okkar um menntun, jákvæð samskipti og vellíðan í námi og leik.

Hafnarfirði 16. desember 2020.

Leifur S. Garðarsson, skólastjóri Áslandsskóla

Skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is