Skólastarf frá 18. nóvember 2020

17.11.2020

Síðdegis þriðjudag 17. nóvember 2020.

Til foreldra og starfsmanna í grunnskólum Hafnarfjarðar.

Enn hafa verið boðaðar breytingar á reglugerð sem snúa að starfi grunnskóla sökum nýrra sóttvarnarreglna. Staðan er hins vegar óljós þar sem skólar hafa ekki fengið staðfestar upplýsingar um í hverju breytingarnar felast.

Þess vegna hefur verið tekin sú ákvörðun að skólastarf í grunnskólum Hafnarfjarðar á morgun, miðvikudag 18. nóvember og fram að helgi, verði óbreytt frá því sem nú er. Þó hefur verið ákveðið að setja inn eina breytingu sem sérstaklega hefur verið boðuð af sóttvarnalækni, þ.e. að aflétta grímuskyldu hjá nemendum og starfsfólki í 5.-7. bekkjum og gera hana valfrjálsa. Sömuleiðis viljum við einnig benda á að akstur frístundabílsins frá frístundaheimilum á íþróttaæfingar er EKKI hafinn svo þeir foreldrar sem eiga börn í 1.-4 bekk og vilja senda börn sín á íþróttaæfingar í þessari viku verða sjálf að koma börnum sínum á æfingar.

Þetta gildir uns nýjar breytingar á sóttvarnareglum verða komnar fram og grunnskólarnir fengið tækifæri að koma þeim í framkvæmd. Þegar það verður ljóst mun nýtt tölvuskeyti koma til ykkar um málið.

Skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is