Skólastarf frá mánudegi 23.11.2020

20.11.2020

FÖS 20. 11.2020.

Til forráðamanna í Áslandsskóla

GRUNNSKÓLASTARF FRÁ MÁNUDEGI 23.11.2020

Í enn eitt skiptið á þessu skólaári þurfum við að kynna ykkur breytingar á framkvæmd grunnskólastarfs í Hafnarfirði. Þessar breytingar taka gildi mánudaginn 23. nóvember og gilda til 1. desember nk. Við nýjar breytingar leggjum við áherslu á að stíga varlega til jarðar og fara aðeins í aðgerðir eða breytingar sem virða sóttvarnareglur heilbrigðisyfirvalda. Við biðjum um þolinmæði gagnvart þessum breytingum en leggjum um leið áherslu á mikilvægi þess að samstaða og samvinna sé um framkvæmdina – sem er samræmd fyrir grunnskóla Hafnarfjarðar.

SVIPAÐ SKIPULAG ÁFRAM

Eftir yfirlegu skólastjórnenda og fræðsluyfirvalda í Hafnarfirði á nýrri reglugerð sóttvarnayfirvalda er það niðurstaðan að viðhafa í meginatriðum sama skipulag áfram og verið hefur í grunnskólunum í nóvember frá mánudeginum 23. nóvember sem standi til og með 1. desember.

KENNSLUHÓLF - HUGSANLEGA BÓKASAFN

Nemendur í 5.-10. bekk eru áfram í sínum bekkjum í sínum kennslustofum en hver stofa myndar eitt hólf. Á yngsta stigi, 1.-4. bekk gætu tveir bekkir myndað eitt hólf enda fjöldatakmörk önnur.

Einu kennsluhólfi í einu verður leyft að sækja skólabókasafn, ef aðstæður leyfa, enda þarf að sótthreinsa á milli hópa í mismunandi kennsluhólfum. Við munum skoða það vandlega næstu daga enda mikilvægt að nemendur fái bækur til lestrarþjálfunar.

FRÍSTUNDABÍLL

Nemendur á yngsta stigi fá áfram fullan kennsludag og frístundaheimili en frístundabílinn bætist nú við með sama skipulag frá því fyrr í haust.

GRÍMUR

Nemendur og kennarar í 5.-7. bekkjum hafa ekki lengur grímuskyldu í kennslustundum og skólalóðin er laus undan grímuskyldu fyrir alla nemendur. Grímuskylda er áfram meðal nemenda og kennara/starfsmanna í 8.-10. bekk í kennslustofum og á göngum skólans.

FRÍMÍNÚTUR

Nýja reglugerðin gefur skólunum möguleika að skipuleggja frímínútur inn í skóladeginum, sökum þess að ekki er lengur hólfaskipting á skólalóðinni, en áfram munu nemendur í 5.-10. bekk vera með fjórar kennslustundir á dag í skólanum og aukna heimavinnu, mögulega með fjarfundum með kennurum eins og hver skóli og kennarar ákveða.

Í Áslandsskóla mun nemendur í 1.-4. bekk allir fara í frímínútur frá 9.30-9.50 og nemendur í 5.-7. bekk fara í frímínútur frá 9.50-10.10 hvern skóladag.

SKÓLAÍÞRÓTTIR

Opnað hefur verið fyrir möguleika á að yngstu nemendur skólans sæki íþrótta- og sundtíma í íþróttahús og sundlaug. Vegna aðstæðna getur Áslandsskóli ekki nýtt sér það fyrst um sinn(skólaakstur, vegalengdir, tími og önnur skipulagsatriði). Íþróttakennarar verða því áfram með íþróttatíma fyrir yngstu nemendur skólans á skólalóð.

MATARMÁL

Matarþjónusta hefur gengið mjög vel við þessar aðstæður og munum við halda óbreyttu skipulagi á matarmálum þetta tímabil.

ÞAKKIR

Að lokum þökkum við ykkur forráðamönnum alla þolinmæðina gagnvart þessu stöðugu breytingum sem eiga sér stað og óskum ykkur velfarnaðar á þessum varhugaverða tíma kórónuveirufaraldurs.

Leifur S. Garðarsson, skólastjóri Áslandsskóla

&

Skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is