Skólaþing Áslandsskóla 2016

11.11.2016

Skólaþing var haldið í Áslandsskóla þriðjudaginn 8. nóvember en þetta var fjórða skólaþingið sem haldið er í skólanum. Á fyrri skólaþingum hafa margar góða hugmyndir komið fram og má þar nefna salatbar í mötuneyti, stólar á morgunstundum unglingadeildar og rassaþotur fyrir yngri nemendur.

Okkur hér í Áslandsskóla finnst mikilvægt að halda skólaþing og gefa öllum í skólasamfélaginu tækifæri á að taka þátt í að móta skólasamfélagið, koma með ábendingar og skapa skipulagðan samráðsvettvang. Það er mikilvægt strax í byrjun að vinna að lýðræðislegum samskiptum og hlusta á raddir barna og hvetja börnin til að tjá skoðanir sínar og virða óskir þeirra.

Umræðuefnin á yngsta stigi voru: Frístundaheimilið Tröllaheimar, hádegishlé, kennslustofur og önnur mál.
Umræðuefni á mið- og unglingastigi voru: Notkun spjaldtölva, hádegishlé, tómstundastarf og önnur mál.

Nemendur á yngsta stigi skila niðurstöðum til skólastjórnenda á sal skólans í næstu viku. Nemendur á mið- og unglingstigi skipuðu þingráð í lok skólaþings og mun ráðið hitta skólastjórnendur á fundi í næstu viku og skila niðurstöðum.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is