• Starfsfólk Áslandsskóla á Akureyri

Starfsfólk Áslandsskóla á Akureyri

21.9.2016

Starfsfólk Áslandsskóla hélt í síðustu viku í námsferð til Akureyrar.
Frábær þátttaka var í ferðinni, t.a.m. fór 91% kennarahópsins norður og stór hluti annars starfsfólks.
Fólkið í fjallinu fór fyrst á Egilssögusýningu og Landnámssýningu í Borgarnesi á norðurleið.
Á Akureyri var vel tekið á móti hópnum í Háskólanum á Akureyri.  Þar fékk starfsfólk margvíslega fræðslu um lærdómssamfélagið, læsisstefnu, framhaldssnám og fleira.  Hluti hópsins fór síðan á læsisráðstefnu á laugardeginum.
Þess utan brá hópurinn sér m.a. í keilukeppni og snæddi dýrindis kvöldverð á Lamb-Inn á Öngulsstöðum í Eyjafirði. Óhætt er að segja að ferðin hafi heppnast einstaklega vel og viljum við þakka fyrir frábærar móttökur hjá öllum gestgjöfum okkar.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is