Stóra upplestrarkeppnin

17.3.2021

Föstudaginn 12. mars síðastliðinn voru undanúrslit Stóru upplestrarkeppninnar hér í Áslandsskóla haldin í sal skólans. 10 nemendur úr 7. bekk fluttu kafla úr bókinni Öðruvísi fjölskylda eftir Guðrúnu Helgadóttur og ljóð að eigin vali.

Ánægjulegt var að bjóða foreldrum að koma og fylgjast með og vonandi eru það fyrirheit um áframhaldandi betri tíma.  Nemendur stóðu sig öll með stakri prýði og ekki var dómnefndi í öfundsverðri stöðu í kjölfarið.

Eftirtaldir nemendur stigu í púlt

 

 • Adam Berg Birgisson (Skýjaheimum, HÝÓ)
 • Jökull Andrason (Skýjaheimum, HÝÓ)
 • Katrín Björg Sigmarsdóttir (Skýjaheimum, HÝÓ)
 • Snædís Björk Pétursdóttir (Skýjaheimum, HÝÓ)
 • Brynja Líf Benjamínsdóttir (Tunglheimum, ÓÞ)
 • Steinunn Lóa Bjarnadóttir (Tunglheimum, ÓÞ)
 • Viktoría Konopelska (Tunglheimum, ÓÞ)
 • Freyja Rós Border (Stjörnuheimum, AHS)
 • Patrekur Harðarson (Stjörnuheimum, AHS)
 • Tinna Karen Sigurðardóttir (Stjörnuheimum, AHS)

Dómnefnd skipuðu

 • Ingibjörg Einarsdóttir
 • Hafrún Dóra Júlíusdóttir
 • Erla María Hilmarsdóttir

Eftir að nemendur höfðu farið með bút úr bókinn Öðruvísi fjölskylda og flutt sitt ljóð og dómnefnd ráðið ráðum sínum var komið að stóru stundinni.  Ingibjörg Einarsdóttir úr dómnefnd steig í pontu og tilkynnti niðustöðu dómnefndar.  Þær stöllur Steinunn Lóa Bjarnadóttir og Tinna Karen Sigurðardóttir voru valdar til að vera fulltrúar Áslandsskóla, til var var valin Brynja Líf Benjamínsdóttir, í úrslitum grunnskóla Hafnarfjarðar sem verður haldin þriðjudaginn 23. mars í Víðistaðakirkju.

Óskum við þeim til hamingju og öllum þáttakendum fyrir góða frammistöðu, sem og dómnefndinni fyrir vel unnin störf og sitt framlag.

Hér má sjá myndasafn frá viðburðinum

 

 


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is