Undirritun Þjóðarsáttmála um læsi

27.1.2016

Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, og formaður Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, Anna Margrét Sigurðardóttir, undirrituðu samning um gerð læsissáttmála fyrir foreldra og kynningarefnis þar af lútandi.
Áslandsskóli fékk þann heiður að hýsa undirritunina og stjórnaði Leifur S. Garðarsson skólastjóri athöfninni.

 Meginmarkmið með umræddum samningi eru að:

· Stuðla að aukinni lestrarfærni barna og unglinga með þátttöku og stuðningi foreldra við framkvæmd þjóðarsáttmála um læsi sem öll sveitarfélög hafa undirritað ásamt ráðherra og fulltrúum Heimilis og skóla.
· Útbúa sérstakan læsissáttmála fyrir foreldra og innleiða hann um land allt með margvíslegum aðgerðum.
· Auka vitund foreldra um ábyrgð sína gagnvart læsi barna sinna.
· Virkja foreldra í að styðja við læsi barna sinna.
· Auka samstarf kennara og foreldra.
· Koma á framfæri kynningarefni um áherslur og samstarf þriðja geirans og stjórnvalda við að efla læsi barna.

 Framlag ráðuneytisins til samnings þessa er 14 milljónir króna og miðast við verkáætlun sem Heimili og skóli hafa lagt fram og ráðuneytið samþykkt. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2016 til ársloka 2016.
Athöfnin gekk afskaplega vel. En auk ávarpa Illuga og Önnu Margrétar þá lásu Katla Sif og Thelma Rós úr 8. bekk ljóð og talkór nemenda úr 5. bekk rifjaði upp flutning sinn á efni frá síðasta skólaár


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is