Unglingarnir með yngri bekkina í leikjum meðan starfsfólk fór í bólusetningu

6.5.2021

Miðvikudaginn 5. maí fór stór hluti af starfsliði Áslandsskóla í bólusetningu. Þá var ekki að spyrja að unglingunum okkar sem tóku að sér að sjá um leiki með yngri bekkjunum.

Unglingarnir stóðu sig mjög vel, voru virk að byrja leiki og fá yngri krakkan til að taka þátt.  Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar farið var í gamla góða Hlaupa í skarðið og má segja frá því að hringirnir voru orðnir töluvert stærri þegar að frímínútur voru að klárast.

 

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is