UT fræðsla fyrir foreldra- Google Classroom -

29.10.2019

Við minnum á fræðslu fyrir foreldra í upplýsingatækni.
Næsta fræðsla fjallar um Google Classroom.

Hvað er Google Classroom

Google Classroom er umhverfi í skýjunum sem er aðgengilegt hvar og hvenær sem er. Helsti tilgangur Google Classroom er að einfalda ferli að deila verkefnum milli kennara og nemenda. Í öðrum orðum, það einfaldar vinnu við úgáfu, dreifingu og endurgjöf verkefna á rafrænu formi.

Megin markmið með Google Classroom fræðslunni er að kynna Google Classroom umhverfið fyrir foreldrum og það vinnuumhverfi sem nemendur eru að vinna í.

Fræðsludagar  verða sem hér segir:

Miðvikudagur 30. okt kl. 8:10
Google Classroom

Fimmtudagur 31. okt kl. 17:00
Google Classroom

Fræðslan fer fram í fyrirlestrarsal skólans og eru foreldrar hvattir til að nýta sér þetta vel og mæta stundvíslega.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is