Útskrift 10. bekkjar verður 9. júní

12.5.2021

Ákveðið hefur verið að útskrift hjá nemendum í 10. bekk verði seinnipart miðvikudags 9. júní (nánari tímasetning kemur síðar). Við vekjum athygli á að útskrift verður í samræmi við þá reglugerð sem gildir um samkomutakmarkanir.  Við höfum hingað til útskrifað nemendur í 10. bekk í hádeginu á skólaslitum en ákváðum að hafa þennan háttinn á í vor og með því auka líkur á að foreldrar geti verið viðstaddir útskrift barna sinna.
Bestu kveðjur
Stjórnendur Áslandsskóla


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is