Vegna nýrra sóttvarnartilmæla

nánari skilaboð um helgina

30.10.2020

Til starfsmanna og foreldra nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar.

Ríkisstjórnin kynnti í dag ný og strangari sóttvarnatilmæli en undanfarið og boðaði nýja reglugerð um helgina um þá framkvæmd. Reglugerðin mun hafa áhrif til breytinga á starfsemi grunnskóla en þau áhrif eru ekki ljós á þessari stundu. Við biðjum því alla að njóta samveru með fjölskyldum sínum um helgina og bíða róleg frekari skilaboða frá grunnskólum bæjarins sem þið munuð eiga von á ekki síðar en nk. sunnudagskvöld.

Skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is