Vegna skólaíþrótta næstu daga

Nemendur búa sig undir útikennslu

8.10.2020

8.10.2020

Kæru forráðamenn

Frekari fyrirmæli hafa borist frá Mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar í kjölfar samráðs sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Almannavarnanefnda sveitarfélaganna.

1 Sundkennsla
Engin sundkennsla verður í grunnskólum Hafnarfjarðar frá og með deginum í dag til 19. október. Nemendur fá kennslu sem samsvarar sundtímum á meðan á þessu varir.
Íþróttakennarar og nemendur Áslandsskóla skulu því undirbúa sig undir útikennslu í þeim kennslustundum þar sem sund er á stundaskrá.

2 Íþróttakennsla
Engin íþróttakennsla fer fram í íþróttahúsum skólanna/bæjarins frá og með deginum í dag til 19. október.
Gert er ráð fyrir að íþróttakennsla fari fram utanhúss á skólalóðum og í nágrenni skóla á meðan eftir því sem tök eru á.
Íþróttakennarar og nemendur Áslandsskóla skulu því undirbúa sig undir útikennslu í þeim kennslustundum þar sem íþróttir eru á stundaskrá


Bestu óskir og kveðjur
Leifur S. Garðarsson
Skólastjóri


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is