Viðtalsdagur með rafrænum hætti

20.1.2021

1

Foreldraviðtöl eru í Áslandsskóla þriðjudaginn 2.2.2021. Viðtölin verða með rafrænum hætti.
Umsjónarkennarar opna fyrir skráningar forráðamanna miðvikudaginn 20.01.2021.

Umsjónarkennarar loka fyrir skráningar fyrir miðnætti fimmtudaginn 28.01.2021.

Hvert viðtal er að hámarki 15 mínútur.

2

Bæði nemendur og forráðamenn eiga að taka þátt í hverju viðtali.

3

Umsjónarkennarar nemenda í 1.-5. bekk senda tengil á fundarboð á netföng forráðamanna í síðasta lagi mánudaginn 1.2.2021.

Umsjónarkennarar nemenda í 6.-10. bekk senda tengil á fundarboð á hfjskoli netfang nemenda í síðasta lagi mánudaginn 1.2.2021.

4

Leiðbeiningablað um hvernig forráðamenn tengjast viðtali fer frá skólanum til forráðamanna föstudaginn 29.01.2021. Þar eru forráðamenn hvattir til þess að æfa sig á opna fyrir viðtalið fyrir viðtalsdaginn sjálfan.

5
Í einhverjum tilvikum gæti skipulag verið með þeim hætti að nemandi sé búsettur/staðsettur hjá öðrum forráðamanni sínum á skráðum viðtalstíma.

Óski annar forráðamaður eftir þátttöku í samtalinu þarf viðkomandi að hafa samband við umsjónarkennara og óska eftir slíku, svo hægt sé að boða þann aðila líka til viðtals.

Á það skal líka minnt að ef forráðamenn geta ekki nýtt viðtalsdaginn hafa umsjónarkennarar vikulegan viðtalstíma.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is