Von er á fárviðri á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu

7.12.2015

Von er á fárviðri á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu síðar í dag og í nótt. Allri kennslu lýkur fyrir kl. 16.00 í dag. Stjórnendur Áslandsskóla mælast til þess að forráðamenn nemenda sem eiga dvöl í frístundaheimilinu Tröllaheimum sæki þau eigi síðar en kl. 16.00 í dag. 
Öll starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Ássins fellur niður í dag. 
Forráðamenn eru beðnir að fylgjast vel með veðri í dag og einnig í fyrramálið og taka í kjölfarið ákvörðun um hvort/hvenær senda eigi börnin í skólann að morgni þriðjudags.  Vonandi verður versta veðrið gengið niður í fyrramálið.

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs.



Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is