Skólastefna Áslandsskóla

Samvinna

Ábyrgð

Tillitssemi

Traust

Ég heiti því að koma fram við aðra eins og 
ég vil að aðrir komi fram við mig.
Ég vil leggja mig fram um að bera virðingu
fyrir sjálfum/sjálfri mér og öðrum.

Vinnuferli 

 • Stjórnendur, kennararáð og foreldraráð.
 • Stefnumótunarplagg.
 • Regluleg endurskoðun líkt og með skólanámskrá.
 • Stefna og framkvæmd.
 • Í kjölfarið kemur árangursmæling.

Meginstoðir Áslandsskóla

 • Vinna með allar dygðir
 • Alheimsskilningur
 • Skilningur á samfélaginu og þjónustu við það
 • Vinna sín verk framúrskarandi vel

Innra starf –nemendur

Stefna Framkvæmd
 • Að skólinn marki sér sérstöðu varðandi góðan námsárangur, vönduð vinnubrögð og almenna vellíðan nemenda.
 • Að efla alhliða þroska bókvits, verkvits og siðvits nemenda.
 • Nemendur skilji meginstoðir skólans og á hverju þær byggja
 • Dygðavinna til eflingar siðvits og greiningar rétts frá röngu
 • Morgunstundir á sal skólans
 • Skólaheit
 • Skólafatnaður til eflingar skóla-og bekkjaranda
 • Að skólinn marki sér sérstöðu varðandi góðan námsárangur, vönduð vinnubrögð og almenna vellíðan nemenda.
 • Að efla alhliða þroska bókvits, verkvits og siðvits nemenda.
 • Kennsla í ensku frá upphafi skólagöngu og dönsku frá 5. bekk
 • Einstaklingsmiðað nám til að þróa og þroska hæfileika sína markvisst
 • Þrepaskipt nám í einstökum greinum
 • Einstaklingsnámskrár fyrir nemendur með skilgreind frávik
 • Að skólinn marki sér sérstöðu varðandi góðan námsárangur, vönduð vinnubrögð og almenna vellíðan nemenda.
 • Að efla alhliða þroska bókvits, verkvits og siðvits nemenda.
 • Sveigjanlegir kennsluhættir s.s. svæðavinna og blöndun bekkja og árganga
 • Nemendur kynnist vel með reglulegri skiptingu bekkja við lok 4. og 7. bekkja
 • Lotukerfi í list-og verkgreinum til að ná betri einbeitingu og markvissari vinnu
 • Samþættingu námsgreina
 • Nemendur temji sér vönduð vinnubrögð og skipulag í hvívetna
 • Að skólinn marki sér sérstöðu varðandi góðan námsárangur, vönduð vinnubrögð og almenna vellíðan nemenda.
 • Að efla alhliða þroska bókvits, verkvits og siðvits nemenda.
 • Nákvæmt vinnuferli við niðurstöðum samræmdra prófa í 4., 7. og síðar 10. bekk
 • Snjallheimar verði jafnt fyrir bráðgera nemendur sem og þá sem þurfa á námsaðstoð að halda
 • Samskipti starfsfólks og nemenda einkennist af virðingu og hlýju
 • Að skólinn marki sér sérstöðu varðandi góðan námsárangur, vönduð vinnubrögð og almenna vellíðan nemenda.
 • Að efla alhliða þroska bókvits, verkvits og siðvits nemenda.
 • Vinna markvisst að nemendavernd og gegn einelti með fyrirbyggjandi aðgerðum og eftir aðgerðaráætlun
 • Vinna eftir skipulagðri áfallaáætlun
 • Leggja fyrir kannanir um líðan nemenda og bregðast við niðurstöðum
 • Forráðamenn sem og nemendur eigi greiðan aðgang að ráðgjöf og stuðningi
 • Að skólinn marki sér sérstöðu varðandi góðan námsárangur, vönduð vinnubrögð og almenna vellíðan nemenda.
 • Að efla alhliða þroska bókvits, verkvits og siðvits nemenda.
 • Nemendum standi til boða hollar og næringarríkar máltíðir
 • Hvetja alla í skólasamfélaginu til heilbrigðra lífshátta.
 • Skapa heilsueflandi umhverfi.
 • Bæta þekkingu og hæfileika nemenda til að geta tekið ábyrga afstöðu um eigin heilsu og lífshætti

Innra starf – starfsfólk

Stefna Framkvæmd
 • Að faglegur metnaður ríki meðal starfsmanna skólans, starfsmenn njóti sín í starfi og fái möguleika til sí-og endurmenntunar.
 • Að skólinn verði eftirsóknarverður vinnustaður og starfsmenn finni fyrir öryggi og vellíðan í starfi.
 • Nemendum standi til boða hollar og næringarríkar máltíðir
 • Hvetja alla í skólasamfélaginu til heilbrigðra lífshátta.
 • Skapa heilsueflandi umhverfi.
 • Bæta þekkingu og hæfileika nemenda til að geta tekið ábyrga afstöðu um eigin heilsu og lífshætti
 • Að faglegur metnaður ríki meðal starfsmanna skólans, starfsmenn njóti sín í starfi og fái möguleika til sí-og endurmenntunar.
 • Að skólinn verði eftirsóknarverður vinnustaður og starfsmenn finni fyrir öryggi og vellíðan í starfi.
 • Efla frumkvæði meðal starfsmanna og hvetja þá til nýbreytni í kennslu
 • Styðja við bakið á þróunarstarfi og nýsköpun
 • Starfsmannahandbók útgefin og endurskoðuð árlega
 • Vinna starfslýsingar og verklagsreglur fyrir starfsmenn
 • Skipulögð starfsmannasamtöl verði a.m.k. tvívegis á skólaárinu
 • Starfsmenn hafi jákvætt viðhorf til breytinga og nýjunga

Mat á skólastarfi

Stefna Framkvæmd
 • Að skólinn setji sér fagleg árangursmarkmið sem verði mæld með mælikvörðum sem nú eru fyrir hendi.
 • Að skólinn þrói mælikvarða til að meta nám og önnur mikilvæg atriði skólastarfs.
 • Árangursmarkmið endurskoðuð árlega og birt í skólanámskrá
 • Innleiðing aðferða til að meta skólastarfið. Þar á meðal kennsluhætti og stjórnunarhætti, samskipti innan skólans og tengsl við aðila utan skóla
 • Nýta niðurstöður samræmdra prófa skólanum til framdráttar
 • Árleg útgáfa skólanámskrár á vefsetri og á nokkurra ára fresti í prentaðri útgáfu. Þar komi fram sérstaða, markmið og áherslur skólans

Vinnuaðstaða

Stefna Framkvæmd
 • Að starfs-, náms-og leikumhverfi skólans verði hlýlegt og vistlegt
 • Að starfs-, náms-og leikumhverfi stuðli að vellíðan og auknum áhuga á skólastarfinu og sé vel útbúið.
 • Að nemendur temji sér náms-og vinnuaga.
 • Nemendur og starfsmenn skorti ekki námsgögn eða kennslutæki
 • Gera verkefnum nemenda hátt undir höfði og hafa þau sýnileg
 • Allir sýni góða umgengni og beri virðingu fyrir húsnæði, búnaði og öllum námsgögnum
 • Leiksvæði sé í samræmi við lög og reglugerðir, það sé aðlaðandi og þjóni nemendafjölda hverju sinni

Samstarf heimila og skóla

Stefna Framkvæmd
 • Að samstarf skóla og heimila sé traust og með jákvæðum hætti.
 • Að foreldrar verði virkir þátttakendur í skólasamfélaginu og vel upplýstir um starfsemi skólans.
 • Regluleg útgáfa Flórgoðans
 • Tölvusamskipti allra í skólasamfélaginu
 • Vefsetur skólans verði virkt
 • Foreldrafundir að hausti, um miðvetur og að vori
 • Skólafærninámskeið haldin sem og kynningar á skólastarfinu
 • Viðhorfskannanir með reglulegum hætti
 • Viðtalstímar kennara og annarra starfsmanna vel kynntir
 • Móttaka nýrra nemenda með markvissum hætti
 • Að samstarf skóla og heimila sé traust og með jákvæðum hætti.
 • Að foreldrar verði virkir þátttakendur í skólasamfélaginu og vel upplýstir um starfsemi skólans.
 • Vitnisburður og yfirlit ástundunar sé birt með lýsandi og greinandi hætti
 • Halda námskeið og fræðslufundi í samstarfi við foreldrafélag skólans
 • Tryggja samvinnu við foreldra við framfylgni þeirra reglna sem skólinn vinnur eftir
 • Foreldrar séu upplýstir um þætti eins og einelti, námsaðferðir, námsframvindu og félagslega stöðu nemenda
 • Virkt foreldrafélag og foreldraráð er styrkur fyrir skólastarfið
 • Foreldrar eru velkomnir í skólann okkar enda sameiginlegt verkefni

Samstarf við atvinnulífið

Stefna Framkvæmd
 • Að búa nemendur undir virka þátttöku í samfélaginu og fjölskyldu-og atvinnulífi.
 • Að auka skilning þeirra á þörfum og löngunum.
 • Efla fræðslu um fjármál til nemenda
 • Kynna nemendum atvinnulífið með markvissum hætti t.d. með heimsóknum í fyrirtæki foreldra og kynningum foreldra í skólanum
 • Senda nemendur í heimsóknir til fyrirtækja
 • Junior Achievement, námsefni sem nýtt verður í lífsleikni og með samþættingu námsgreina

Samstarf við eldri borgara

Stefna Framkvæmd
 • Að þróa samstarf og efla samvinnu milli eldri borgara og nemenda skólans.
 • Veita nemendum tækifæri til að vinna verkefni með eldri borgurum og í samvinnu og samstarfi við þá
 • Heimsækja stofnanir eldri borgara með upplestri og aðra listviðburði, t.d. í tengslum við Stóru-upplestrarkeppnina

Tómstundir og félagslíf

Stefna Framkvæmd
 • Að nemendur geti sótt tómstundanám að loknum hefðbundnum skóladegi.
 • Að nemendur geti sótt félagsstarf á vegum ÆTH.
 • Tómstundaskóli starfræktur að loknum hefðbundnum skóladegi
 • Þar verði fjölbreytt og skapandi starf m.a. í sérgreinastofum
 • Efla félagsmiðstöð í skólanum og uppbyggingu þess starfs
 • Nemendur í unglingadeild taki með virkum hætti þátt í metnaðarfullu félagsstarfi í skólanum
 • Aldursskipt heimanám verði hluti af starfi tómstundaskólans

Tengsl við umhverfið

Stefna Framkvæmd
 • Að nýta hið stórbrotna umhverfi Áslandsskóla sem kennsluefni í ákveðnum námsgreinum og aldurshópum.
 • Veita nemendum tækifæri á að nema í tengslum við raunveruleikann
 • Nemendur þekki umhverfi sitt og hvaða möguleika það býður upp á
 • Heildstætt nám í náttúrufræðikennslu

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is