Lífsleikni

Lífsleikninám er stór þáttur í skólastarfi Áslandsskóla.

Það byggir á fjórum hornstoðum skólastefnunnar. Mikilvægt er að hafa í huga að allar námsgreinar og skólastarfið í heild fela í sér lífsleikni.

Markmið lífsleiknináms er að nemendur efli með sér sjálfsþekkingu, jákvæð lífsviðhorf, áhuga og hæfileika til að njóta sín í námi og starfi. Þessum þáttum er sinnt jafnhliða vinnu með skólastefnuna, hún byggir á umfjöllun um dygðir í ljósi mannræktar sem eflir skilning meðal fólks og hvetur til óeigingirni og hjálpsemi.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is