Skólasöngur Áslandsskóla

Skólasöngur Áslandsskóla

Uppi í fjalli, yfir Firði
skólinn er okkur mikils virði.
Þar lærum við að lesa og lita
og líka það sem við þurfum að vita.

Vakna að morgni, í skólann skunda
Þó gott sé undir sæng að blunda
Í skólanum finnum glens og gaman
gott er vera ánægð saman.

Viðlag:
Samvinna, ábyrgð, tillitssemi og traust
Í Áslandsskóla við erum kát og hraust
Samvinna, ábyrgð, tillitssemi og traust
Í Áslandsskóla gæti verið endalaust

Við ábyrgð sýnum og tillitssemi
þannig er ég góður nemi.
Treystum hvort öðru og vinnum saman
í Áslandsskóla er alltaf gaman.

Viðlag:
Samvinna, ábyrgð, tillitssemi og traust
Í Áslandsskóla við erum kát og hraust
Samvinna, ábyrgð, tillitssemi og traust
Í Áslandsskóla gæti verið endalaust


Lag:  Haraldur Freyr Gíslason
Texti: Leifur Sigfinnur Garðarsson


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is