Jafnréttisáætlun Áslandsskóla

Jafnréttisáætlun Áslandsskóla

Starfsmenn

Jafnréttisáætlun Áslandsskóla byggir á jafnréttisáætlun fræðslusviðs Hafnarfjarðar og jafnréttisáætlun Hafnarfjarðarbæjar.

Stefna Áslandsskóla er að sem jafnast hlutfall kynja starfi við skólann þar sem hver starfsmaður óháð kyni, trúarbrögðum, þjóðerni eða fötlun sé metin að verðleikum.

Árlega skal skoða kynjahlutföll starfsmanna og starfsmannahópa. Ef staða kynjanna er ójöfn og staða losnar við skólann og tveir jafnhæfir umsækjendur sækja um skal kynjasjónarmið ráða.

Auglýsingar skulu vera í samræmi við jafnréttisstefnu fræðslusviðs Hafnarfjarðarbæjar.

Árlega skal skoða dreifingu yfirvinnu og skoða skiptingu úr "skólastjórapotti." Einnig skal athuga hvort að í gangi sé kerfisbundin kynjamismunun á útdeilingu hlunninda og gæða innan skólans.

Áreiti hvort sem er kynferðislegt, andlegt eða líkamlegt verður aldrei liðið. Ef slíkt kemur upp skal unnið með þau mál eins og með áföll. Stjórnendur bera ábyrgð á meðferð slíkra mála.

Leitast skal við að hafa samræmi á milli starfs og einkalífs eins og hægt er. Starfsfólk skal eiga kost á sveigjanlegum vinnutíma, hlutastörfum eða annarri hagræðingu  á vinnutíma eða vinnuskipulags þar sem því verður komið við og hentar bæði starfsmanni og skóla og samræmist kjarasamningi viðkomandi.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is