Iðnskólinn

Krakkarnir í miðdeild fóru í skoðunarferð í Iðnskólann

5., 6., og 7. bekkur fóru í smá göngutúr niður í Iðnskóla. Í Iðnskólanum fengu krakkarnir kynningu um ýmis störf t.d. hárgreiðslu, tækniteiknun, rennismíði og húsasmíði. Strákunum fannst mest gaman að húsasmíði, járnsmíði og kökunum. Stelpunum fannst skemmtilegast að hárgreiðslunni. Eftir að hafa skoðað hinar ýmsu iðngreinar fengu krakkarnir að fara í matsalinn og þar biðu kökur og djús. Merkilegir hlutir voru: Járnrós, víkingaskjöldur, „green screen“ og kirkja í endurgerð.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is