Íþróttaálfurinn í 3. bekk

Krakkarnir sem eru að æfa Latabæjarleikritið fengu Íþróttaálfinn í heimsókn

Íþróttaálfurinn kom í heimsókn í yngri deild og krökkunum fannst svaka gaman að fá hann. Íþróttaálfurinn fór með krökkunum í ýmsa leiki og æfingar t.d. armbeygjur á annarri hendi, og að hoppa og skoppa. Sumir krakkanna voru mjög spenntir þegar íþróttaálfurinn kom inn og sumir vildu knúsa hann. Hann bað krakkana um að sýna sér smá part úr leikritinu og krakkarnir tóku vel í það. Áður en íþróttaálfurinn fór sýndi hann svo krökkunum eitt afturábak heljarstökk svo kvaddi hann og fór.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is