Skólaráð Áslandsskóla

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Fræðsluráð, sbr. 6. gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar.

Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári. 

Skólastjóri sendir út fundaáætlun skólaársins. Hann boðar til funda, sendir drög að umræðuefnum og stýrir fundum. Aðstoðarskólastjóri ritar fundargerð og sér til þess að þær birtist á vef skólans. 

Skólaráð Áslandsskóla skólaárið 2020-2021

Unnur Elfa Guðmundsdóttir    aðstoðarskólastjóri, sem er fundarritari
Jónína Dögg Loftsdóttir    fulltrúi kennara
Þórdís Lilja Þórsdóttir    fulltrúi kennara
Hulda G. Guðlaugsdóttir    fulltrúi annars starfsfólks
Guðrún Heiða Sigurgeirsdóttir    fulltrúi foreldra
Kristín Ólöf Grétarsdóttir    fulltrúi foreldra
Perla Eyfjörð    fulltrúi nemenda
Ísabella Rós Össurardóttir    fulltrúi nemenda
Eva Björk Jónsdóttir    fulltrúi grenndarsamfélags

 Fundargerðir

Fundargerð - 03.03.2021 Fundargerð - 27.01.2021 Fundargerð - 08.06.2020 Fundargerð - 06.03.2020
Fundargerð - 24.01.2020 Fundargerð - 22.11.2019 Fundargerð - 01.11.2019 Fundargerð - 03.05.2019
Fundargerð - 15.02.2019 Fundargerð - 25.01.2019 Fundargerð - 16.11.2018 Fundargerð - 26.10.2018
Fundargerð - 26.04.2018 Fundargerð - 16.03.2018 Fundargerð - 18.01.2018 Fundargerð - 07.12.2017
Fundargerð - 21.11.2017 Fundargerð - 26.05.0217 Fundargerð - 07.05.2015 Fundargerð - 20.03.2015
Fundargerð - 05.12.2014 Fundargerð - 20.11.2014 Fundargerð - 16.10.2014 Fundargerð - 16.05.2014
Fundargerð - 20.03.2014  Fundargerð - 30.01.2014 Fundargerð - 29.11.2013  Fundargerð - 04.10.2013
Fundargerð - 08.05.2012 Fundargerð - 23.02.2012    

Starfsreglur Skólaráðs

1. grein:  Skólastjóri stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Vinnulag og starfshættir skulu taka mið af stærð skóla og skólagerð. Reglur þessar gilda um starfsemi skólaráðs og samskipti þess við foreldrafélag, fræðsluráð, skólaskrifstofu og landssamtök foreldra.

Þær öðlast þegar gildi.

Skólastjóri sér um að starfsreglur skólaráðs séu kynntar foreldrum og starfsfólki skólans m.a. með birtingu þeirra í skólanámskrá, starfsmannahandbók og á vefsetri skólans. Skólaráð skal hafa sérstakt svæði á vefsetri skólans til að kynna starfsemi sína. Þar er að finna nöfn fulltrúa í skólaráði ásamt netföngum. Skólastjóri ber ábyrgð á að skólaskrifstofu sé tilkynnt um nöfn, heimilisföng og netföng fulltrúa í skólaráði strax að lokinni kosningu þeirra. Skólastjóri sér um að koma þeim upplýsingum til svæðaráðs foreldra, menntamálaráðuneytis og Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra.

2. grein: Skólaráð setur sér starfsáætlun yfir skólaárið. Skólaráð fundar a.m.k. fjórum sinnum á skólaárinu í skólanum á dagvinnutíma. Skólastjóri undirbýr fundi og boðar til þeirra með dagskrá. Skólastjóri boðar ennfremur til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á hverju skólaári. Skólaráð skal að lágmarki halda einn opinn fund á ári um málefni skólans fyrir aðila skólasamfélagsins.

3. grein: Skólaráð starfar skv. ákvæðum 8.gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla. Ráðið skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara, ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks, tveimur fulltrúum nemenda, og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Staðgengill skólastjóra, aðstoðarskólastjóri, stýrir skólaráði í forföllum skólastjóra.
Miðað skal við að skipað sé í ráðið í upphafi skólaárs, fyrir lok septembermánaðar. Foreldrar skulu kosnir á aðalfundi foreldrafélags samkvæmt þeim starfsreglum sem foreldrafélagið setur sér sbr. 9. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla. Þá skulu kosnir aðalmenn og jafnmargir varamenn. Varamenn skulu skipaðir í skólaráð og geta tekið sæti í skólaráði á einstökum fundum í forföllum aðalmanns. Fulltrúar kennara skulu kosnir á kennarafundi að hausti það ár sem umboð fulltrúa rennur út og fulltrúi starfsmanna á starfsmannafundi að hausti það ár sem umboð fulltrúa rennur út. Fulltrúar nemenda skulu kosnir að hausti samkvæmt starfsreglum nemendafélags, sbr. 10 gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla.

4. grein: Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans. árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Fræðsluráð, sbr. 6. gr. laga nr. 9/2008 um grunnskóla, getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráði ákveðin verkefni þessu til viðbótar. Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólks skóla.

5. grein: Skólaráð starfar í náinni samvinnu við stjórn foreldrafélag skólans og leitast við að tryggja gagnkvæma miðlun upplýsinga. Fundargerðir hvors aðila skulu vera aðgengilegar á vefsíðu skólans.

 


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is