Mánaðanöfn samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og yfir hvaða tímabil náðu þau?

22.10.2014

• þorri hefst föstudag í 13. viku vetrar (19. – 26. janúar)
• góa hefst sunnudag í 18. viku vetrar (18. – 25. febrúar)
• einmánuður hefst þriðjudag í 22. viku vetrar (20. – 26. mars)
• harpa hefst sumardaginn fyrsta, fimmtudag í 1. viku sumars (19. – 25. apríl)
• skerpla hefst laugardag í 5. viku sumars (19. – 25. maí)
• sólmánuður hefst mánudag í 9. viku sumars (18. – 24. júní)
• heyannir hefjast á sunnudegi 23. – 30. júlí
• tvímánuður hefst þriðjudag í 18. viku sumars (22. – 29. ágúst)
• haustmánuður hefst fimmtudag í 23. viku sumars (20. – 26. september)
• gormánuður hefst fyrsta vetrardag, laugardag í 1. viku vetrar (21. – 28. október)
• ýlir hefst mánudag í 5. viku vetrar (20. – 27. nóvember)
• mörsugur hefst miðvikudag í 9. viku vetrar (20. – 27. desember)

Heimildir: Árni Björnsson, 1993. Saga daganna. Reykjavík:

Mál og menning. Almanak Háskóla Íslands fyrir árið 2000.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is