• Lýsing myndar.

Hafa heyrnartól einhver skaðleg áhrif á heyrn eða annað?

12.11.2012

Heyrnartól geta haft skaðleg áhrif á heyrn, sé hljóðið frá þeim stillt of hátt.

Skyndilegur hvellur getur valdið sárauka, skammtíma- eða langvarandi heyrnartapi eða aukinni viðkvæmni fyrir hljóði (e. hyperacusus). Auk þess getur langvarandi útsetning fyrir hljóðum hærri en 80-90dB valdið heyrnarskaða, til dæmis við vinnu í háværu umhverfi eða við mikla hlustun á háværa tónlist. Þetta veldur svokölluðu skyntaugaheyrnartapi (e. sensorineural hearing loss), það er heyrnartapi vegna skaða á taugum eða öðrum líffærum innra eyrans, ólíkt leiðniheyrnartapi (e. conductive hearing loss) sem stafar af fyrirstöðu eða leiðnitruflun í ytra eða miðeyra.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is