Skólaheilsugæsla

Skólaheilsugæsla Áslandsskóla er á vegum heilsugæslunnar Sólvangi. Hjúkrunarfræðingar eru Margrét Erla Finnbogadóttir  í 50% starfshlutfalli og  Jóhanna Helga Þorsteinsdóttir  í 30% starfshlutfalli við skólann.

Markmið heilsuverndar skólabarna er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsemi hennar er samkvæmt lögum, reglugerðum og tilmælum Landlæknis. Í henni felast skimanir, viðtöl um lífsstíl og líðan, bólusetningar og heilbrigðisfræðsla, ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans. Nánari upplýsingar um starfssvið skólaheilsugæslu er að finna hér
Skólaheilsugæslan og verksvið hennar

Starfsfólk skólaheilsugæslu vinnur í samvinnu við foreldra/ forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem veita nemendum þjónustu. Starfsfólk heilsugæslunnar er bundið þagnarskyldu. 

Skólahjúkrunarfræðingur, kennari eða skólaliði veita fyrstu hjálp ef slys ber að höndum. Ef barn veikist í skólanum eða meiðist alvarlega er haft samband við forráðamenn.

 Netfang skólaheilsugæslu er aslandsskoli@heilsugaeslan.is . Einnig er hægt að hafa samband við hjúkrunarfræðinga í síma skólans 585-4600.

Að skilja Kórónaveiruna

Að vera í sóttkví


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is