Umhverfisáherslur

Umhverfisstefna

Starfsfólk skólans leggur áherslu á og vera meðvitað um umhverfisvernd. Það er gert með því að fara sparlega með pappír og spilliefni, endurvinna og flokka rusl og ítreka góða umgengni í hvívetna.

Þegar bekkur er með umhverfisviku á hann að sjá um að halda skólalóðinni hreinni. Bekkurinn fer út ásamt kennara, tínir rusl og sópar. Í lok umhverfisviku fer bekkurinn til þess bekkjar sem á næstu umhverfisviku, afhendir umhverfisskiltið og syngur ruslalagið.

Kennarar eru hvattir til að nýta hið stórbrotna umhverfi Áslandsskóla sem kennsluefni í ákveðnum námsgreinum og aldurshópum. Veita nemendum tækifæri á að nema í tengslum við náttúruna, að nemendur þekki umhverfi sitt og hvaða möguleika það býður upp á.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is