Vettvangsferðir

Vettvangsferðir – fastir liðir

Vettvangsferðir eru stór hluti af námi barna í Áslandsskóla. Kennarar eru hvattir til að nýta hið stórbrotna umhverfi skólans og það sem Hafnarfjörður hefur upp á að bjóða.

Einnig hafa skapast nokkrar hefðir fyrir vettvangsferðum sem reynt er að halda í:
1. bekkur. Jólaferð á Árbæjarsafn
6. bekkur. Vinnudagur í Húsdýragarðinum.
7. bekkur. Skólabúðir á Reykjum í Hrútafirði.
9. bekkur. Skólabúðir á Laugum í Sælingsdal.
10. bekkur. Útskriftarferð að vori.

Ef kennarar þurfa aðstoð í ferðum þarf að óska eftir henni hjá aðstoðarskólastjóra með góðum fyrirvara. Aðstoðarskólastjóri sér einnig um að panta skólaakstur.

Kennarar hafa aðgang að strætókorti fyrir bekki.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is